Næring og lífshættir

31 A lmenn næringarfræ Ð i Embætti landlæknis mælir með því að börn og unglingar hreyfi sig að minnsta kosti í eina klukkustund daglega. Hreyf- ingin ætti að vera bæði miðlungserfið og erfið. Æskilegt er að hafa fjölbreytni og gleði að leiðarljósi. Ef stundaðar eru erfiðar æfingar samfellt í langan tíma (meira en eina klukkustund) er æskilegt að velja drykk sem inniheldur hæfilegt magn kolvetna (minna en 8 g /100 ml) til að bæta upp orkutapið og draga úr þreytueinkennum. Jafn- fram er æskilegt að drykkurinn innihaldi málmsölt til að við- halda vökvajafnvægi. Slíkir drykkir eru kallaðir vökvahleðslu- drykkir. Eftir æfingu er mjög mikilvægt að drekka vel til að bæta sér upp vökvatapið. Næring og hreyfing Helstu þættir sem skipta máli til að bæta upp vökva- tapið eru: • Magn vökvans – drekka þarf að minnsta kosti jafn mikið og líkaminn missti með svitanum. • Sykurinnhald vökvans – magn kolvetna í vökvanum ætti aldrei að fara yfir 8 g/100 ml. • Sölt í vökvanum – ef stundaðar eru erfiðar æfingar samfellt í langan tíma er æskilegt að hafa málmsölt í vökvanum til að viðhalda vökvajafnvægi. Við áreynslu eykst bæði vökvaþörf og orkuþörf. Vökvatapið dregur úr afköstum og því er mikil- vægt að bæta það upp. Gott er að búa sig undir æfingu með því að fá sér vatnsglas. Á meðan á æfingu stendur er ágætt að hafa það fyrir reglu að drekka öðru hverju en þó ekki of mikið í einu því það getur valdið ónotum í maga. !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=