Næring og lífshættir

30 A lmenn næringarfræ Ð i 1. Til hvers gerir Hagstofan neyslukannanir? 2. Hverjar eru helstu aðferðir sem beitt er til að kanna mataræði? Gerið könnun á ykkar eigin neyslu á tvo vegu: a. Takið viðtal hvert við annað og biðjið félaga ykkar að rifja upp allt sem hann borðaði síðasta sólarhring. Gott er að byrja að morgni og rekja sig áfram út daginn og fram á kvöld og til næsta morguns. Geymið niðurstöðurnar. b. Skráið hjá ykkur allt sem þið borðið á einum degi. Sláið nú niðurstöðurnar úr báðum könnunum inn í forritið Matarvefinn (www.matarvefurinn.is) og reiknið út heildarorku, hlutfall kolvetna, próteina og fitu og magn C-vítamíns og kalks. Berið niðurstöðurn- ar saman við ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði (www.landlaeknir.is) . Hvernig kemur þessi dagur út hjá ykkur miðað við ráðleggingarnar? Ræðið í bekknum hversu vandasamt það getur verið að kanna mataræði fólks og fá fram rétta mynd af neyslunni. Getur könnunin haft áhrif á neysluna? Gleymist að telja upp eitthvað sem neytt er? Hversu miklar upplýsingar gefur neysla eins dags eða nokk- urra daga um hvað þú borðar aðra daga? Hvaða upplýsingar gefa kannanir á mataræði eins hóps um neyslu þjóðarinnar í heild? ? ? ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=