Næring og lífshættir

29 A lmenn næringarfræ Ð i Spurningar eru líka notaðar til að kanna mataræði og er þeim beitt á ýmsa vegu. Á þann hátt er reynt að fá fram sem gleggsta mynd af mataræði þjóðarinnar. Tíðnispurningar er ein aðferð við könnun á mataræði. Þá er viðkomandi spurður hversu oft hann neyti ýmissa matvara. Með þessari aðferð er eingöngu hægt að skoða einstaka þætti í mataræðinu en ekki fá mynd af mataræðinu í heild. Til dæmis er hægt að kanna hversu oft í viku hann borði fisk. Sólarhringsupprifjun er nákvæmari aðferð til að kanna mataræði. Þá er viðkomandi beðinn að rifja upp hvað hann hafi borðað síðastliðinn sólarhring. Með þessari aðferð fást meiri upplýsingar heldur en með tíðnispurningum en samt fást ekki nákvæmar upplýsingar um mataræðið í heild. Dagbókaraðferð er ein af nákvæmustu aðferðum til að kanna mataræði. Þá er viðkomandi beðinn að skrá hjá sér allt sem hann lætur inn fyrir sínar varir (matur, drykkur) í ákveðinn tíma, til dæmis í eina viku. Gallinn við þessa aðferð er að hætt er við að það geti haft áhrif á neysluna að eiga að skrá allt hjá sér. Sumir myndu ef til vill sleppa að borða eitthvað sem þeir telja ekki hollt og jafnvel borða eitthvað annað í staðinn. Fæðissaga er nokkuð nákvæm aðferð til að kanna mataræði. Þá er tekið viðtal við viðkomandi og hann spurður nákvæm- lega út í það hvernig hann er vanur að borða. Fyrsta stóra könnunin á mataræði Íslendinga var gerð á árunum 1939–1940. Síðan hafa verið gerðar allmargar kann- anir og ýmsum aðferðum beitt. Á heimasíðu Embættis landlæknis má sjá niðurstöður nýjustu kannana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=