Næring og lífshættir

28 A lmenn næringarfræ Ð i Neyslukannanir – kannanir á mataræði Neyslukannanir eru gerðar til að kanna neyslu þjóðarinnar. Þær ná til alls sem við notum eða neytum svo sem matvæla, fatnaðar, rafmagns, hita og jafnvel bílaeignar landsmanna. Hagstofan gerir sérstaka athugun á heimilisútgjöldum á nokkurra ára fresti. Athugun þessi er kölluð neyslukönnun. Kannanir á mataræði gefa aftur á móti til kynna hvernig mataræði þjóðarinnar er háttað. Til eru ýmsar aðferðir sem gefa mismunandi nákvæmar upplýsingar. Fæðuframboðstölur er hægt að reikna út og er það einföld aðferð til að taka saman upplýsingar um hvaða matvörur eru á boðstólum hér á landi. Embætti landlæknis reiknar út fæðuframboðstölur og birtir niðurstöðurnar á heimasíðu sinni. Þær gefa vísbendingu um þróun á mataræði þjóðar- innar. Sem dæmi má nefna að árið 2010 var sykur sam- kvæmt fæðuframboðstölum rúm 44 kíló (síróp og hunang innifalið) fyrir hvern íbúa en hafði verið 46 kíló árið 2008. Ætla má að neysla viðbætts sykurs sé að minnka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=