Næring og lífshættir
26 A lmenn næringarfræ Ð i Vatn Vatn er það efni í líkama okkar sem mest er af. Við fæðingu eru um 80% líkamans vatn en síðan breytist hlutfallið smátt og smátt þannig að í fullorðnu fólki er það rúmlega 60%. Segja má að um það bil tveir þriðju hlutar líkama ungs fólks séu vatn. Af þessu má ljóst vera að vatnið gegnir mikilvægu hlutverki í líkamanum. Vökvaþörf okkar er um 2–3 lítrar á dag en getur aukist mikið ef líkaminn erfiðar og svitnar mikið. Mikilvægt er að bæta upp það vatnstap sem verður til dæmis í erfiðum íþróttum. Ef vatnstapið er ekki bætt upp dregur úr afkastagetu líkam- ans. Án vatns getum við ekki lifað nema í nokkra daga. Á Íslandi erum við svo heppin að eiga nóg af góðu drykkjar- vatni. Vatn er auk þess að finna í flestummatvælum en mest er af því í drykkjum, ávöxtum og grænmeti. Þrátt fyrir þetta góða aðgengi að vatni fara á markað hér á landi gos- og vatnsdrykkir sem svara u.þ.b. 150 lítrum á mann á ári. Fæðuframboðstölur 2010 frá Embætti landlæknis www. landlaeknir.is Helstu hlutverk vatns í líkamanum: • Vatn ber næringar- og útgangsefni um líkamann. • Öll efnahvörf líkamans fara fram í vatni. • Vatn heldur uppi vökvaþrýstingi líkamans. • Vatn stjórnar líkamshita. VATN ER BESTI SVALADRYKKURINN!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=