Næring og lífshættir

24 A lmenn næringarfræ Ð i vegna á að merkja öll fæðubótarefni með áletruninni „geym- ist þar sem börn ná ekki til“. Sumir telja að fæðubótarefni séu allra meina bót og geti jafn- vel komið í veg fyrir sjúkdóma eða læknað þá. Svo er þó ekki og þeir sem selja slíkar vörur mega hvorki auglýsa né merkja vöruna með fullyrðingum um að með neyslu hennar sé hægt að koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma. Ef um er að ræða vöru sem hefur þann eiginleika að lækna sjúkdóma þá erum við með lyfjavirk efni en ekki fæðubótarefni. Neysla fæðu- bótarefna er nokkuð mikil hér á landi, einkum þorskalýsis. En neysla margra annarra fæðubótarefna er einnig mikil. ? 1. Hvaða fæðubótarefni þekkir þú (eru notuð á þínu heimili)? 2. Eru einhverjir hópar sem verða að taka fæðubótar- efni? 3. Hvaða fæðubótarefni er nefnt í ráðleggingum frá Embætti landlæknis um mataræði? 4. Hvers vegna má ekki merkja fæðubótarefni með fullyrðingum um að með neyslu þeirra sé hægt að lækna sjúkdóma? 5. Skoðið glas með fjölvítamínum og steinefnum (úr skápunum heima, úti í búð eða á vefnum). Hvaða vítamín og steinefni eru í þessum töflum? Hvað uppfylla þau mörg % RDS hvert um sig? Hversu mörg vítamín og steinefni sem eru skráð á RDS hjá Embætti landlæknis eru í þessum töflum? Hvaða vítamín og steinefni vantar? Ræðið í bekknum um notkun fæðubótaefna, eru þau nauðsynleg, getum við verið án þeirra, hvers vegna er notkun þeirra svo algeng sem raun ber vitni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=