Næring og lífshættir

23 A lmenn næringarfræ Ð i Fæðubótarefni eru matvæli sem ætluð eru sem viðbót við venjulegt fæði og innihalda mikið af vítamínum, steinefnum eða annars konar efnum sem eru nær- ingarefni eða önnur efni sem hafa áhrif á líkamsstarfsemina. Fæðubótarefni getum við keypt sem töflur, pillur, hylki eða í ein- hverju öðru formi lítilla skammta. Efni þessi eru ýmist ein og sér eins og til dæmis C-vítamíntöflur eða mörg blönduð saman eins og til dæmis fjölvítamíntöflur. Öll eiga þau það sameiginlegt að þau eru ætluð til inntöku í smáum skömmtum. Best eru þekktar vítamín- eða steinefnatöflur. En önnur virk efni í fæðubótarefnum eru iðu- lega jurtir eða jurtahlutar eða efni unnin úr jurtum. Má þar til dæmis nefna sólhatt, gingseng, spírulínu og hvítlauk. Ekki má gleyma lýsinu, elsta fæðubótarefni á Íslandi. Til er bæði ufsalýsi og þorskalýsi. Í lýsi er mikið af A- og D-vítamíni og er meira af þessum vítamínum í ufsalýsinu. Í ráðleggingum frá Embætti landlæknis er mælt með þorskalýsi en ufsalýsi er aðal- lega fyrir þá sem sækjast eftir hærra hlut- falli af A- og D-vítamínum. Fæðubótarefni eru notuð sem viðbót við venjulegt fæði en geta ekki komið í staðinn fyrir fjölbreytt fæði. Vítamín- og steinefnatöflur eru æskilegar fyrir þá sem borða mjög lítið eða einhæft fæði. Sem dæmi má nefna að þeir sem hafa ofnæmi fyrir mjólk og mjólkurvörum, og þola ekki að borða neinar slíkar vörur, eiga erfitt með að uppfylla kalkþörf sína án þess að taka inn kalktöflur. Sama má segja um þá sem hafa litla mat- arlyst og borða lítið, þeim er oft ráðlagt að taka vítamín- og steinefnatöflur. Samkvæmt ráðleggingum Embættis land- læknis um mataræði er öllum ráðlagt að taka inn D-vítamín aukalega að vetri, til dæmis þorskalýsi eða lýsishylki. Jafnframt er konum sem geta orðið barnshafandi ráðlagt að taka daglega fólattöflur. Ekki eru til opinberar leiðbeiningar um neyslu annarra fæðubótarefna og þarf hver og einn að meta fyrir sig hvort hann þarf á fæðubótarefnum að halda. Notkun fæðubótarefna á sér langa sögu og alltaf eru að bætast ný og ný efni í hópinn. Sum þessara efna eru mjög virk og þess Fæðubótarefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=