Næring og lífshættir

20 A lmenn næringarfræ Ð i Járn og C-vítamín vinna saman í líkam- anum en C-vítamín eykur nýtingu járns. Járnskortur veldur blóðleysi og lýsir sér í þreytu, höfuðverk og máttleysi. Á Íslandi er járn sennilega það næringar- efni sem oftast vantar í fæðu kvenna og barna. Upptaka járns úr fæðu er mjög mis- jöfn og afar einstaklingsbundin. Hún fer eftir því hversu mikið járn er í líkamanum, magni og tegund járns í fæðunni og sam- setningu máltíðar. Nýtingin eykst við járn- skort. Ráðlagðir dagskammtar (RDS) eru birtir á vefsíðu Embættis landlæknis þar sem fram kemur það magn nauðsynlegra vítamína og steinefna sem talið er fullnægja þörf- um alls þorra heilbrigðs fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því geta RDS ekki sagt til um einstaklings- bundnar þarfir. Hér hefur verið fjallað um nokkur mis- munandi bætiefni sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Engin ein fæðutegund er það næringarrík að hún innihaldi öll þau bætiefni sem líkaminn þarfnast og því er afar mikilvægt að borða fjölbreytta fæðu. Með því að borða fæðu sem tilheyrir sérhverjum geira fæðu- hringsins, ættum við að ná til allra þeirra vítamína og steinefna sem við þurfum á að halda. D-vítamín er þó undantekning því í fæðunni eru fáir góðir D-vítamíngjaf- ar. Reyndar myndar líkaminn D-vítamín sjálfur þegar útfjólubláir geislar sólar skína á húðina en hér á okkar norðlæga landi getum við ekki reitt okkur á sólina. Þess vegna er ráðlagt að taka eina barnaskeið af þorskalýsi á hverjum degi, að minnsta kosti yfir vetrarmánuðina. Með því að taka þorskalýsi og borða fjölbreytt fæði ættum við að fá öll þau bætiefni sem við þurfum á að halda. Þeir sem treysta sér ekki til að neyta þorskalýsis geta tekið inn lýsishylki eða önnur fæðubótarefni sem innihalda D-vítamín. ? 1. Af hverju eru steinefni nauðsynleg? 2. Hvert er hlutverk járns? 3. Hvert er hlutverk kalks? 4. Í hvaða fæðutegundum er mikið af kalki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=