Næring og lífshættir
19 A lmenn næringarfræ Ð i Sem dæmi má nefna að langvinnur skortur á D-vítamíni getur orsakað beinkröm hjá börnum og meinmeyru hjá full- orðnum. Beinin verða þá mjúk og geta bognað. Ástæðan tengist því að vegna vöntunar á D-vítamíni er frásog kalks (og fosfórs) frá meltingarvegi ónógt. Á meðan bein eru í örustum vexti á barnsaldri og um kyn- þroskaaldur skiptir miklu máli að kalkneysla sé rífleg til að tryggja nægjanlegt kalk fyrir beinin. Samkvæmt niðurstöðum áðurnefndrar könnunar á mataræði barna og unglinga er fæði unglinga þannig samsett að meðaltali að það uppfyllir ráðlagðan dagskammt af kalki. Samt nær um fjórðungur af unglingsstúlkum ekki ráðlögðum dagskammti af kalki. Of lítil kalkneysla á barnsaldri og unglingsárum getur haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir beinstyrk síðar á ævinni og er ástæða til að óttast að bein brotni frekar eða falli saman þegar komið er á efri ár ef kalk skortir á vaxtartíma beina. Járn Járn flokkast sem snefilsteinefni og hefur mörgum hlut- verkum að gegna í líkamanum. Mest er af járni í blóðmör, lifur og kjöti – sérstaklega rauðu kjöti. Líkaminn nýtir líka járnið úr þessum fæðutegundum best. Járn er einnig í járnbættu morgunkorni, grófu korni, haframjöli, rúgbrauði, baunum, steinselju, spínati, sesam- fræjum, sólblómafræjum og rúsínum. Nýting járnsins úr þessum fæðutegundum er hins vegar verri en úr kjöti. Með því að neyta C-vítamínríkra matvæla samtímis eykst nýting- in. Helstu hlutverk járns: • nauðsynlegt til að taka upp súrefni í lungum og flytja það um líkamann • nauðsynlegt fyrir virkni margra ensíma • mikilvægt fyrir vöxt og þroska heila barna og unglinga
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=