Næring og lífshættir

18 A lmenn næringarfræ Ð i Steinefnin eru yfir tuttugu talsins en í töflu 1.7 sjást þau helstu. 1.7 Helstu steinefni Aðalsteinefni Snefilsteinefni Kalk Járn Fosfór Flúor Brennisteinn Joð Kalíum Selen Natríum Sink Klór Kopar Magnesíum Króm Natríum og klór tengjast saman í eitt efni, sem á máli efna- fræðinnar nefnist natríumklóríð en við köllum matarsalt eða bara salt. Þar sem mikil neysla á natríum getur átt þátt í að hækka blóðþrýsting er ráðlagt að takmarka saltneyslu. Fjallað verður sérstaklega um tvö steinefni hér, þ.e. kalk og járn. Kalk Kalk er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Beinin geyma kalk og eru þannig kalkforðabúr líkamans. Helstu matvæli sem innihalda kalk er mjólkurmatur. Nokk- urt magn af kalki er einnig að finna í sardínum, dökkgrænu grænmeti, sesamfræjum, möndlum og kalkbættri sojamjólk. Kalk og D-vítamín vinna saman í líkamanum og til að kalk nýtist er nauðsynlegt að til staðar sé nægjanlegt magn af D-vítamíni. Hlutverk kalks er að taka þátt í: • uppbyggingu beina og tanna • samdrætti vöðva • blóðstorknun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=