Næring og lífshættir
17 A lmenn næringarfræ Ð i 1. Hver er munurinn á fituleysanlegum og vatnsleysanlegum vítamínum? 2. Hvaða vítamín er vatnsleysanleg? 3. Hvaða vítamín eru fituleysanleg? 4. Hvaða sjúkdómur tengist langvinnum skorti á D-vítamíni? 5. Hvaða rótargrænmeti hefur verið kallað sítrónur norðursins? 6. Hvernig myndast K-vítamín? 7. Hver eru einkenni C-vítamínsskorts? Steinefni Steinefni eru í mismiklu magni í ýmsum fæðutegundum, eins og kjöti, korni og kornvörum, fiski, mjólk og mjólkur- vörum, grænmeti, ávöxtum (einkum þurrkuðum ávöxtum) og hnetum. Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfn- ast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Steinefnin nýtast líkamanum yfirleitt best á því formi sem þau koma fyrir í matvælum. Stundum er steinefnum skipt niður í aðal- steinefni og snefilsteinefni. Munurinn á þessum tveimur flokkum felst eingöngu í því að af þeim fyrrnefndu þurfum við meira magn en af þeim síðarnefndu. ? Steinefni eru nauðsynleg einkum af þremur ástæðum: • til að byggja upp sterk bein og tennur • til að stjórna vökvajafnvægi líkamans • til að umbreyta matnum sem við borðum í orku
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=