Næring og lífshættir

15 A lmenn næringarfræ Ð i 1.6 Yfirlit yfir vítamín Vítamín Hlutverk Skortseinkenni Helstu uppsprettur Ýmis fróðleikur F i t u l e y s a n l e g A-vítamín Nauðsynlegt fyrir: Sjón Vöxt Húð, slímhúð Ónæmiskerfi Fósturþroska Þurr slímhúð Augnþurrkur Náttblinda Hörð hornhimna í auga, getur leitt til blindu. Lýsi, fisk- og landdýralifur, egg, smjör. Beta-karótín: Litsterkt grænmeti og ávextir eins og gulrætur, grænkál og apríkósur. Beta-karótín er forveri A- vítamíns og breytist í A-vítamín í líkamanum. Stórir skammtar af A-vítamíni (ekki beta-karótín) geta valdið ógleði og höfuðverk og geta leitt til lifrarskaða, bein- þynningar og fósturskaða. D-vítamín Uppbygging beina og tanna. Beinkröm (börn) Beinmeyra (fullorðnir) Lýsi Lítið er af D-vítamíni í annarri fæðu þó helst feitum fiski, eggja- rauðu og D-vítamínbættri mjólk (fjörmjólk og léttmjólk). D-vítamín myndast í húðinni þegar sólin skín á hana. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir nýtingu kalks og fosfórs í líkamanum. Stórir skammtar af D-vítamíni geta leitt til hækkunar á kalki í blóði, kölkunar í nýrum og alvarlegs nýrnaskaða. E-vítamín Að verja gegn skaðsemi súrefnis (andoxunarefni), kemur þannig í veg fyrir skaða á frumum. Starfsemi taugakerfisins Skortur sjaldgæfur Jurtaolíur, gróft korn, hveitikím, möndlur, hnetur, sólblómafræ, dökkgrænt blaðgrænmeti (t.d. grænkál, steinselja), lárpera og eggjarauður. K-vítamín Blóðstorknun Blæðingar Grænt grænmeti, lifur og baunir. K-vítamín myndast fyrir áhrif gerla í þörmum. Nýburar geta ekki framleitt K-vítamín vegna skorts á gerl- um í þörmum. Þess vegna eru þeir sprautaðir með K-vítamíni fljótlega eftir fæðingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=