Næring og lífshættir
14 A lmenn næringarfræ Ð i 1.5 Nöfn og flokkar vítamína Fituleysanleg vítamín Vatnsleysanleg vítamín A-vítamín B-vítamín eru hópur átta mismunandi efna. þíamín (B 1 ), ríbóflavín (B 2 ), níasín (B 3 ), pýridoxín (B 6 ), kóbolamín (B 12 ), fólat, bíótín og pantóþensýra D-vítamín C-vítamín E-vítamín K-vítamín Helsti munurinn á þessum tveimur flokkum vítamína er sá að líkaminn losar sig auð- veldlega við umframmagn af vatnsleysan- legum vítamínum en ef við borðum meira af þeim fituleysanlegu en við þurfum á að halda, geta þau safnast upp, einkum í lifur og fituvef, og líkaminn getur nýtt þau síðar. Þetta skýrir hvers vegna líkaminn kemst af án þess að neyta fituleysanlegra vítamína daglega þótt hann þarfnist þeirra á hverjum degi til að starfa eðlilega. Langtíma ofneysla á fituleysanlegum vítamínum getur þó valdið skaðlegum áhrifum í líkamanum og jafnvel leitt til dauða. Þar sem líkaminn losar sig auðveldlega við umframmagn af vatnsleysanlegum vítamín- um eru litlar birgðir af þeim í líkamanum og þeirra þarf að neyta oftar en þeirra fituleys- anlegu. Fituleysanleg vítamín eru aðallega í feitum matvælum,einsogdýrafitu, jurtaolíu,mjólkur- vörum, lifur og feitum fiski. Vatnsleysanleg vítamín fáum við úr ávöxtum, grænmeti og korni. Þau eru viðkvæm og eyðileggjast auð- veldlega við matreiðslu, til dæmis við suðu og geymslu í opnum ílátum. Því er mikilvægt að sjóða matinn ekki lengur en nauðsynlegt er og ganga vel frá afgöngum. Í töflu 1.6 á bls. 15–16, er yfirlit yfir vítamínin, hlutverk þeirra, hvað gerist ef ekki er neytt nægjanlegs magns og í hvaða matvælum þau er helst að finna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=