Næring og lífshættir
13 A lmenn næringarfræ Ð i ? 1.4 Skipting orkuefna Ráðleggingar Neysla unglinga Prótein 15% 15,2% Fita 30% 30,0% Þar af hörð fita ekki meira en 10% 14% Kolvetni 55% 54,2% Viðbættur sykur ekki meira en 10% 16,1% Meðalneysla trefja reyndist vera 18 g á dag. Ef niðurstöður könnunarinnar eru bornar saman við ráð- leggingar kemur í ljós að próteinneysla er í samræmi við þær. Sama er að segja um heildarfituneyslu og heildar- kolvetnaneyslu en hlutfallslega er hlutur harðrar fitu of hár og neysla á viðbættum sykri of mikil. Trefjaneysla er aftur á móti of lítil. Ræðið: Hver gæti verið skýring á of lítilli trefjaneyslu barna og unglinga? Bætiefni Bætiefni eru efni sem líkaminn þarf til uppbyggingar og til að starfa eðlilega. Til þeirra teljast prótein, vítamín og stein- efni. Þarna koma próteinin aftur við sögu því að jafnframt því sem þau veita orku eru þau nauðsynleg til að byggja upp vefi líkamans, t.d. vöðvavef. Vítamín Vítamín eru næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Við þurfum mismikið af þeim, jafnvel ekki nema brot úr milligrammi af sumum en nokkra tugi milligramma af öðrum. Ef við fáum ekki nóg koma fram skortseinkenni sem eru mismunandi eftir því hvert vítam- ínið er. Vítamínin eru oft auðkennd með bókstöfum, þau eru 13 talsins og skiptast í tvo flokka, fituleysanleg og vatns- leysanleg vítamín.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=