Næring og lífshættir

10 A lmenn næringarfræ Ð i Fita Fitu er helst að finna í matarolíu, majónesi, smjörlíki, smjöri, rjóma og öðrum feitum mjólkurmat og feitu kjöti. Einnig er oft mikið af fitu í unnum matvörum eins og bjúgum, kökum, sælgæti og frönskum kartöflum. Fitan er aðallega gerð úr fitusýrum sem geta ýmist verið mettaðar (hörð fita) eða ómettaðar (lin fita). Svo er enn ein gerð fitu, transfitusýrur sem er hörð fita þó fitan sé ómettuð. Líkaminn getur myndað þær fitusýrur sem hann þarf á að halda úr kolvetnum og próteinum nema tvær, línólsýru og línólensýru. Þessar tvær fitusýrur eru lífsnauðsynlegar og þær þurfum við að fá úr fæðunni. Þær er helst að finna í jurtaolíum. Rannsóknir sýna að mikil neysla á harðri fitu getur stuðlað að hækkun á blóðfitu (kólesteróli í blóði) en hækkuð blóðfita er einn af áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma. Í töflu 1.3 á bls. 11 er fitunni skipt í harða og lina fitu. Þess skal getið að fita gefur jafn margar hitaeiningar (9 kcal hvert gramm) hvort sem hún er hörð eða lin. Samkvæmt neyslukönnunum er neysla á harðri fitu of stór hluti af heildarfituneyslu. Hlutverk fitu í líkamanum: • Ber með sér fituleysanleg vítamín • Gefur lífsnauðsynlegar fitusýrur • Gefur orku

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=