Næring og lífshættir

9 A lmenn næringarfræ Ð i Þannig geta kolvetnin ýmist verið sterkja eða sykur. Sykur- inn getur ýmist verið viðbættur, fínunninn sykur eða hluti af hráefni frá náttúrunnar hendi til dæmis ávaxtasykur í ávöxtum og safa. Mikil neysla á viðbættum sykri er ekki holl því í sykrinum er lítið af bætiefnum og auk þess getur hann valdið tannskemmdum. Sterkjuríkar fæðutegundir eru æski- legur orkugjafi. Kolvetni geta verið fín eða gróf. Gróf kolvetni innihalda efni sem heita trefjar. Trefjar hafa áhrif á þarmastarfsemi og vinna gegn hægðatregðu. Gefa magafylli svo við fáum seddutilfinningu. Gróf kolvetni eru í grófu korni, grófu brauði, grænmeti og ávöxtum. Við vinnslu á kolvetnum eru trefjarnar iðulega fjarlægðar og afurðin verður fín kolvetni eins og hvítt hveiti og sykur. Þegar trefjarnar eru fjarlægðar fylgja þeim oft ýmis vítamín og steinefni og eftir verður bætiefnasnauð vara. Æskilegustu kolvetnagjafarnir eru trefjarík og sterkjurík matvæli. Neysla viðbætts sykurs er of mikil á Íslandi, einkum meðal ungs fólks. Æskilegt væri að draga úr neyslu hans og auka hlut annarra kolvetna. Hægt er að lesa meira um sykur í kaflanum um Ýmsar gerðir af sykri .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=