Næring og lífshættir

8 A lmenn næringarfræ Ð i Nægjanlegt er að aðeins hluti af próteinum í fæðunni séu gæðaprótein. Þess vegna er mælt með að borðuð séu bæði prótein úr jurta- og dýraríkinu. Ef ekki er þörf á byggingarefni brenna próteinin og gefa frá sér orku. Ef neytt er meira magns en líkaminn þarf á að halda breytist umframmagnið í fitu sem sest utan á líkamann. Próteinneysla Íslendinga er yfirleitt mjög rífleg og með hefð- bundnu íslensku fæði er auðvelt að uppfylla próteinþörfina. Kolvetni Kolvetni er helst að finna í kornmat, svo sem brauði, morg- unkorni, pasta, hrísgrjónum og mjölgrautum. En einnig í grænmeti, einkum rótargrænmeti (kartöflum, gulrótum, gulrófum), ávöxtum og sykri. Kolvetni eru gerð úr sykureiningum sem ýmist eru stakar eða tengjast tvær eða fleiri saman. Ef sykureiningarnar eru bara ein eða tvær er talað um einföld kolvetni en flókin ef margar eru tengdar saman. Flóknu kolvetnin eru kölluð sterkja. Hlutverk kolvetna í líkamanum: • Gefa orku • Flytja með sér trefjar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=