Myndamáttur
Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 9 Lykilþættirnir eru: / Innlögn, kveikjur og leiðbeiningar kennara þar sem rætt er um mikilvæg hugtök og hugmyndir sem tengjast efninu. / Verkefnavinna nemenda sem felst í því að taka ljósmyndir í tengslum við áhersluatriðin. / Úrvinnsla nemenda og kennara sem felst í greiningu og um- ræðum um þær myndir sem nemendur hafa tekið. Hver þáttur krefst þess að kennarar og nemendur séu tilbúnir að uppgötva eitthvað nýtt og ígrunda eigin afstöðu og upplifun. Til þess að slíkt ferli geti átt sér stað mælum við með því að öll fimm skrefin séu tekin fyrir í réttri röð og að kennarar gefi sér og nemendum sínum góðan tíma til að vinna hvert skref fyrir sig. Við mælum eindregið með samvinnu og samstarfi kennara þvert ánámsgreinarogárgangaenþannigmámargfaldasköpunarkraft og áhrif verkefnisins. Við hverja innlögn og úrvinnslu er að finna áhersluatriði fyrir kennara í takt við þá lykilhæfni sem tilgreind er í aðalnámskrá grunnskóla. Lykilhæfnin er mikilvæg í öllu skólastarfi enda tengist hún beint grunnþáttum menntunar og fellur vel að stærri félagslegri stefnumótun líkt og Heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna. Skapandi ferli geta verið flókin og tekið á sig ólík form. Sumir vinna hratt, aðrir taka sér lengri tíma. Sumir þurfamikla hvatningu og skýran ramma ámeðan aðrir þurfa á sjálfstæði og sveigjanleika að halda. Kennarar þurfa því að vera meðvitaðir um að styðja við nemendur á ólíkum og jafnvel breytilegum forsendum á meðan á verkefninu stendur. Þannig eru skapaðar aðstæður og umhverfi þar sem nemendur upplifa sig í öruggu námssamfélagi þar sem þau hafa tíma og stuðning til að þroska með sér skoðanir og áform og tengjast samfélaginu með merkingarbærum hætti. Heftið skiptist í fimm kafla. Hver kafli lýsir mikil- vægu skrefi í átt til þess að þroska með nemendum gagnrýnið myndlæsi og hæfni til að miðla eigin skoðunum og upplifunum með skapandi hætti. Í hverju skrefi er unnið með þrjá lykilþætti sem aðlaga má að hefðbundnum kennslustundum eða vinna í sveigjanlegri tímaramma.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=