Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 7 Kæri lesandi, Með þessu hefti kynnum við skapandi og þátttökumiðaða kennslu- aðferð sem einnig má líta á sem heildstætt þemaverkefni og kallast Myndamáttur. Verkefnið er innblásið af kennslu- og rannsóknaraðferð sem ber enska heitið photovoice og hefur það markmið að efla raddir ólíkra samfélagshópa með aðstoð ljósmynda. Aðferðin hefur reynst vel með börnumog ungmennum, innflytjendum, flóttafólki eða öðrum hópum sem hafa að jafnaði ekki sterka rödd í samfélaginu en búa engu að síður yfir mikilvægu samfélagslegu sjónarhorni og skoðunum sem miðla má með öflugum hætti með ljósmyndum. Tilfinningin að tilheyra samfélagi skiptir sífellt meira máli í alþjóða- væddum heimi sem einkennist ekki síst af vaxandi menningarlegum margbreytileika. Markmið þessa verkefnis er að mæta þessum veruleika með því að styðja við ungt fólk í þeirri vegferð að tengjast samfélagi sínu og samferðafólki. Unnið er með fjölbreytt og skapandi ljósmyndaverkefni þar sem áhersla er lögð á að efla gagnrýna hugsun með mynd- og rýmislæsi nemenda. Í því felst að skoða hvernig bæði myndrænt og eiginlegt nærumhverfi nemenda getur haft mismunandi áhrif á einstaklinga og hópa. Myndamáttur er verkefni sem hægt er að vinna í ólíkum fögum, þvert á námsgreinar og aldursstig og út frá mismunandi áhersluatriðum. Rauði þráðurinn er að styrkja raddir ungs fólks og skapa þeim vettvang til að miðla ólíkri reynslu og upplifunum. Þannig stuðlar verkefnið að lýðræðislegu og skapandi skólastarfi þar sem fjölbreyttur bakgrunnur nemenda fær að njóta sín og þau upplifa að þau tilheyri samfélaginu. Uppeldis- og heimspekingurinn Paulo Freire skýrir hlutverk kennarans vel í þessum aðstæðum þegar hann segir: „Kennarinn er að sjálfsögðu listamaður en það að vera listamaður þýðir ekki að kennarinn eigi að skapa verkið eða móta nemendur. Það sem kennarinn gerir í kennslunni er að gera nemendum kleift að móta sína eigin leið og þannig verða þeir sjálfir“. Gangi ykkur vel og góða skemmtun! Eva og Tinna ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Hvað er rýmið á forsíðumyndinni að segja þeim sem það heimsækja ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=