Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 45 Áhugaverð vefsvæði Vefsvæði ljósmyndarans Alexey Titarenko og serían city of shadows sýna myndir sem teknar eru á löngum tíma sem gerir það að verkum að allt sem hreyfist er ekki í fókus. Í sumum tilvikum mynda hreyfingar fólks hvítar slæður á myndunum. Með þessari tækni verður til aðgreining á borgar- rýminu sem staðið hefur lengi og fólksins sem dvelst í rýminu en staldrar ef til vill stutt við. Á vefsíðu ljósmyndarans Báru Kristinsdóttur má m.a. finna ljósmyndaverkið Allt eitthvað sögulegt sem lýsir á einstaklega fallegan hátt hvernig allir hlutir eiga sér sögu. Á vef hennar segir: „Hlutir sem við höfum í kringum okkur en veitum sjaldnast eftirtekt, snaginn sem við hengjum úlpuna á, álgjarðir fyrir ruslapokana. Við sjáum þá varla, samt hafa þeir hlutverk, þeir skipta máli“. Ljósmyndarinn Fan Ho er einstaklega fær í að nýta sér eiginleika ljóss og skugga. Sumar myndir hans hafa sterkt yfirbragð táknmynda á sama tíma og þær búa til sterka tengingu á milli áhorfenda og viðfangsefnis. Á vefsvæðum tímarita og stofnana má gjarnan finna svokallaðar mynda- ritgerðir (e. photoessays). Á vef The Guardian má finna myndir eftir ljósmyndarann Brett Patman sem sýna röð yfirgefinna rýma sem eitt sinn þjónuðu mikilvægum tilgangi í samfélaginu. Ljósmyndarinn velur að hafa rammana stóra og miðjusetta með eins mikinn fókus og hægt er. Þetta gerir það að verkum að hægt er lesa ótal smáatriði úr myndunum sem gefa vís- bendingar um það sem gerst hefur í rýminu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=