Myndamáttur
Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 36 5/ MIÐLUN OG ÁHRIF Ungt fólk í samfélaginu. Í upphafi skyldi endinn skoða er orðatiltæki sem á vel við í þessu verkefni. Markmiðið með verkefninu Myndamáttur er að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna með skapandi ljósmynda- verkefnum þar sem ólíkar og einstaklingsbundnar raddir nemenda njóta sín. Slíkt er mikilvægt í sameiginlegumheimi semeinkennist öðru fremur af menningarlegummargbreytileika. Kennari hefur það hlutverk að ræða við nemendur strax í upphafi og allt til enda um leiðir sem þau sjá fyrir sér til að þróa og miðla hugmyndum sínum. Mikilvægt er að lýðræðisleg umræða fari fram þar sem tekin er sameiginleg ákvörðun um birtingu verkanna. Hefðbundin ljósmyndasýning er ekki endilega það sem nemendum dettur í hug þegar rætt er um miðlun ljósmynda og því er mikilvægt að gera ráð fyrir ólíkum miðlunarmöguleikum byggt á hugmyndaflugi, fjármagni og tækifærum á hverjum stað fyrir sig.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=