Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 34 VERKEFNAVINNA Síðasta verkefnið felst í því að nemendur geri viðameira ljósmyndaverk. Hér fá þau lengri tíma en áður til að takamyndir af því viðfangsefni sem brennur á þeim og þau vilja miðla áfram. Hér eiga nemendur að geta nýtt sér fyrri verkefni, hugtök og reynslu til þess að þróa og vinna úr hugmyndum og miðla með myndum og texta. Lagt er upp með að hver nemandi taki að lágmarki tvær til þrjár ljósmyndir sem geta annaðhvort myndað eina heild eða staðið einar og sér. Öllum myndunum eiga að fylgja titlar eða styttri texti. Hér er upplagt tækifæri til að vinna þvert á námsgreinar. ÚRVINNSLA Að venju er nemendum gefinn tími til að ræða myndir sínar út frá myndgreiningarblaði í smærri hópum. Samræðan sem hér fer fram getur og ætti helst að endast í fleiri en eina kennslustund. Verkefni nemenda geta verið persónuleg og krefjast þess að bæði nemendur og kennarar gefi sér góðan tíma til endurgjafar og umræðna. Þá er mikilvægt að kennarar ræði vel við hvern og einn nemanda um myndirnar sem eiga nú að geta staðið einar og sér sem höfundarverk nemenda. //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Lykilhæfni nemenda Geta gert sér grein fyrir hvernig þau geta hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd. Geta skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju þarf kennari að huga að? Mikilvægt er að kennari fylgi hugmyndum nemenda eftir og styrki hópinn í þeirri trú að hugmyndir þeirra, reynsla og frásagnir skipti máli í samfélagslegu tilliti og að þau geti haft mikilvæg áhrif á nærsamfélag sitt með því að styrkja sína eigin rödd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=