Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 32 4/ HÖFUNDAR- VERK Frá hugmynd til miðlunar. Ljósmyndir hafa átt þátt í að móta heiminn og hugmyndir okkar um hann um árabil. Myndir eins og ameríski fáninn á tunglinu, flugvélar að fljúga á Tvíburaturnana í New York eða myndir af fólki með andlitsgrímur í COVID-19 faraldri verða að tákni fyrir ákveðið tímabil eða sögu. Jafnvel mætti flokka myndir af avókadó brauði, sjálfur og fólki með friðarmerki á lofti sem tegund af myndum sem myndgera ákveðna þætti eða tímabil í sögunni. Ljósmyndir geta líka verið ein leið til mikilvægrar sjálfstjáningar. Leið til þess aðmiðla og þróa eigin hugsanir, vinna úr hughrifumog tilfinningum, reynslu og upplifunum. Slíkar myndir geta líka sagt sögur sem eru mikilvægar fyrir samfélagið í heild sinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=