Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 24 VERKEFNAVINNA Verkefnið að þessu sinni felst í því að nemendur taka mynd sem segir litla sögu, spyr spurninga eða gefur vísbendingar um eitthvað sem er óútskýrt eða órætt. Hér er stuðlað að því að nemendur nýti ljósmyndir sem rannsóknartæki og gögn til að skilja umhverfi sitt og aðstæður á skapandi og fjölbreyttan hátt. Mikilvægt er að muna að markmiðið er ekki að nemendur skili fullkomnu myndverki heldur frekar að þeir nýti ljósmyndina sem miðil til að fanga það sem vekur áhuga þeirra og forvitni. Nemendur eiga að skila einni mynd til kennara ásamt 1-2 spurningum sem hægt er að spyrja út frá myndinni. Gott er að hvetja nemendur til að taka fleiri en eina mynd og velja síðan úr bestu myndina til að skila kennara. Hér geta kennarar aftur valið að afmarka svæði sem nemendur mega nýta sér til að takamyndina ásamt því aðminna á siðferðislega hlið ljósmyndunar og fara yfir þær reglur og viðmið sem hópurinn hefur sett sér. ÚRVINNSLA Nemendur fjalla um myndina sem þau tóku í smærri hópum þar sem hver nemandi fær tækifæri til að lýsa eigin mynd og bera upp spurningarnar til að ræða í hópnum. Nemendur ættu einnig að geta nýtt sér myndgreiningarblaðið á bls. 40 til að komast í dýpri umræður um hugmyndina á bak við myndina. //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Lykilhæfni nemenda Geta gert sér grein fyrir hvernig þau geta hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd. Geta skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Hverju þarf kennari að huga að? Mikilvægt er að kennari fylgi hugmyndum nemenda eftir og styrki hópinn í þeirri trú að hugmyndir þeirra, reynsla og frásagnir skipti máli í samfélagslegu tilliti og að þau geti haft mikilvæg áhrif á nærsamfélag sitt með því að styrkja sína eigin rödd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=