Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 16 2/ AÐ TAKA MYND ER ÁKVÖRÐUN Hvað viltu segja? Efni ljósmynda geta verið afar ólík og fara gjarnan eftir smekk ljósmyndara og stíl. Verkefnið Myndamáttur hefur það að markmiði að efla raddir ungmenna með skapandi hætti. Nemendur þurfa því að fá tíma til að uppgötva og skoða ljósmyndir sem ákveðið form miðlunar þar sem veruleiki, stíll og rödd ljósmyndarans mótast og birtist. Hér er upplagt að fá ljósmyndara eða listamann í heimsókn í tímann til að ræða myndmál sem mikilvægt form miðlunar og tjáningar og veita nemendum innblástur til sköpunar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=