Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 15 ÚRVINNSLA Nemendur vinna í smáum hópum eða pörum. Kennari biður nemendur að lýsa sinni mynd án þess að segja berum orðum af hvaða rými myndin er. Hér æfast nemendur í því að lýsa ákveðnu rými í formi myndrænna vísbendinga. Þeir sem hlusta mega giska á hvaða rými er verið að lýsa en sá sem lýsir má einungis segja já eða nei. Að lokum útskýrir myndasmiðurinn hvers vegna myndin tengist tilfinningunni að tilheyra. Æfingin þjálfar nemendur bæði í að hlusta eftir vísbendingum sem og að lýsa tilteknu rými á nýjan og ólíkan hátt. Hún getur því verið góðæfing fyrir fjölbreyttan nemendahóp þar sem íslenska er ekki móðurmál allra eða þar sem ekki er víst að allir líti ákveðin rými sömu augum. Dæmi: Nemandi hefur tekið mynd af matsal. Í stað þess að segja berum orðum að um sé að ræða matsal, gæti nemandi sagt: „Þetta er stórt rými með flísum á gólfinu og mörgum ljósum í loftinu. Það á enginn heima í þessu rými, þetta er stofnun. Það eru stórir gluggar á rýminu og út um þá sjást blokkir, gras og leikvöllur. Í herberginu eru margir stólar og borð, ruslatunnur og það sést í stiga sem leiðir upp á aðra hæð. Það er greinilegt að fólk borðar í þessu rými því það eru matarleifar og matarumbúðir á borðum og á gólfinu. Mér líður vel þarna eða ég tilheyri þessu rými vegna þess að ...“ Lykilhæfni nemenda Geta beitt mismunandi sjónarhornum og gagnrýnni hugsun við mótun og miðlun viðfangsefna á skapandi hátt. Geta rætt á viðeigandi og skýran hátt um málefni þannig að áhugi viðmælenda sé vakinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=