Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 14 VERKEFNAVINNA Nemendur fá það verkefni að takamynd af opinberu eða almennu rými þar sem þau upplifa tilfinninguna að tilheyra. Í viðleitni til að halda öllum möguleikum og hugmyndum opnum mælum við með því að nemendur fái að velta hugtakinu að tilheyra frekar frjálst fyrir sér áður en þau fara út að taka myndir. Einnig getur verið gott að velta upp ýmsum spurningum og ræða önnur skyld hugtök, jafnvel á ólíkum tungumálum. / Hvað felst í orðinu að tilheyra? / Þýða hugtökin „að eiga heima”, „að tilheyra” og að „vera hluti af” það sama? / Er hægt að eiga heima einhvers staðar en tilheyra ekki staðnum? / Getur rými gefið vísbendingar um hverjir tilheyra því? Nemendum er frjálst að taka eins margar myndir og þau vilja en velja eina mynd til að skila í samræmi við leiðbeiningar kennara. Myndin má ekki vera af heimilum fólks eða tekin þannig að andlit fólks séu greinanleg. Opinber og almenn rými eru tilvaldir staðir til að takamyndir, það geta verið staðir eins og opinberar stofnanir; bæði ytri og innri rými, garðar, íþróttavellir, götur bæjarins, óskipulagt land s.s. mói, strendur, klettar og önnur náttúra. Kennarar geta valið að afmarka það svæði sem nemendur mega nýta sér til myndatöku til þess að skapa skýrari ramma utan um verkefnið. Hjá yngri nemendum er upplagt að leggja áherslu á skólalóðina og nærumhverfi hennar á meðan hægt er að vinna með stærra svæði á borð við hverfis- eða bæjarmörk með eldri nemendum. Athugið að kennarar setja sjálfir tímaramma um verkefnavinnu nemenda, þ.e. hversu langan tíma þau fá til að vinna verkefnið og hvort nemendur taki myndir á skólatíma eða utan hans. //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Hverju þarf kennari að huga að? Mikilvægt er að hvetja nemendur til að lýsa sem mestu í rýminu án þess að gefa nákvæmlega til kynna hvaða rými er um að ræða, gefa sér tíma og ekki flýta sér. Hér geta sprottið upp áhugaverðar umræður þar sem ekki er víst að allir nemendur hafi sömu skoðun eða upplifun af tilteknum rýmum. Kennari hefur það hlutverk að draga fram mikilvægi og gildi ólíkra sjónarmiða og upplifunar nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=