Myndamáttur

Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 12 INNLÖGN Fyrstu skrefin snúast um að skoða og greina myndir. Kennari útdeilir eða sýnir nemendum ólíkar myndir sem tengjast áhersluatriðum kennslunnar og eru líklegar til að vekja áhuga þeirra. Kennarar geta fundið myndir sjálfir eða nýtt sér myndapakkann á bls. 46 . Nemendur fá tíma til að ræða efni myndanna og nota til þess myndgreiningarblað, sjá bls. 40. Best er að skoða og ræða myndirnar í litlum hópum. Markmiðið er að kynnast þessari aðferð og æfa sig í að skoða myndir með nýjum og greinandi hætti. Kennari aðstoðar nemendur sérstaklega við að draga fram ólíkar skoðanir og hugmyndir. Gott er að benda nemendum á að smáatriði og það sem er í bakgrunni myndar er ekki síður mikilvægt en það sem er í forgrunni. Rýmislestur er eflaust nýtt hugtak fyrir marga en er gagnleg aðferð til að rýna í umhverfi og aðstæður á sama hátt og viðrýnumímyndefni. Til aðkynnaþettahugtak fyrir nemendum býður kennari þeim að skoða kennslustofuna eða rýmið þar sem hópurinn er staddur með eftirfarandi umræðu- spurningum: / Hvað má lesa úr þessu rými? / Er eitthvað sem vísar í fortíð eða sögu rýmisins? / Er stigveldi (boð og bönn) sýnilegt í rýminu? / Hvar er best eða verst að vera í rýminu og af hverju? Eftir umræður er hópnum skipt í smærri hópa eða pör þar sem nemendur velta fyrir sér og skrifa niður nokkrar ólíkar fyrirsagnir eða titla á myndum sem væru teknar út frá mismunandi sjónarhornum í þessu rými. Dæmi: Ef tekin er mynd af kennaraborðinu og töflunni, hvaða titil gæti slík mynd borið? En ef sjónarhornið er út um gluggann á kennslustofunni? Lykilhæfni nemenda Geta brugðist með rökumvið upplýsingum og hugmyndum á margvíslegu formi. Tekið þátt í rökræðum um viðfangsefni og rökstutt mál sitt af yfirvegun og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=