Myndamáttur
Myndamáttur | © Menntamálastofnun 2021 | 40663 10 1/ LAGT AF STAÐ Að rýna í myndir og rými. Þegar lagt er af stað í leiðangur er nauðsynlegt að undirbúa sig vel. Mikilvægt er að útskýra verkefnin sem fram undan eru og tækifærin sem í þeim felast. Á þessu ferðalagi lærum við að rýna betur í samfélagið okkar, skoða hvað má betur fara og nota myndir til að miðla eigin skoðunum og hugmyndum. Verkefnin felast flest í því að taka og greina ljósmyndir. Þess vegna er nauðsynlegt að tryggja að allir nemendur hafi aðgang að snjalltæki á borð við myndavél, síma eða spjaldtölvu þegar verkefnin eru lögð fyrir. Gott er að ræða strax í upphafi um hvernig myndaskilum verður háttað. Kennarar geta valið að láta nemendur skila sér myndum með einföldum hætti í gegnum tölvupóst eða á kennslusíðum s.s. google classroom, moodle, canvas, flipgrid eða padlet. Hér þarf að hafa í huga stýringu og aðgengi, þ.e. hverjum verða myndirnar sýnilegar, hversu lengi á að geyma myndir og í hvaða tilgangi. Kennari þarf að fara yfir persónuverndarlög með nemendum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=