Mörkin horfin

Með Smábókaflokki Menntamálastofnunar er leitast við að höfða til ólíkra áhugasviða barna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Lögð er áhersla á að bækurnar höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst kímnigáfu lesenda. Á vefsíðunni (www.mms.is/smabok/smabok.htm ) eru fjölbreyttar kennsluhugmyndir með bókunum sem henta bæði í einstaklingsvinnu og hópvinnu. Mörkin horfin er ólík öðrum smábókum sem hafa komið út en sagan er sett upp í leikrits- eða samlestrarformi. Efnið mætir m.a. þeim markmiðum aðalsnámskrár í íslensku að við lok 4. námsárs eigi nemandi að hafa skýran og áheyrilega framburð, hafa lesið og leikið texta af ýmsum gerðum og vera fær um að tjá sig frammi fyrir hópi. Kaflarnir eru stuttir og auðvelt fyrir nemendur að ljúka lestri hvers kafla og skipta um hlutverk. Bókina má einnig nota í heild, t.d. setja upp sem bekkjarleikrit. Þótt bókin bjóði upp á samlestur hindrar það ekki að nemendur lesi hana hver fyrir sig. Áður en bókin er lesin Áður en lestur hefst er mikilvægt að nemendur skoði bókina, ræði um hana og kynni sér • hverjir höfundar eru • hver teiknað hefur myndirnar • hvað heitir bókin, þ.e. titill • um hvað hún gæti fjallað. Einnig ættu nemendur að skoða vel myndirnar og gera sér persónurnar í hugarlund, nöfn þeirra og ólík persónueinkenni. Á þann hátt er auðveldara að fylgja hlutverkunum og texta við lesturinn. Umræðuefni Bókin gefur tilefni til að ræða um mismunandi viðbrögð einstaklinga við sama atviki og hætturnar sem fylgt geta fljótfærni í dómum. Frásögn og ritun • Bókin er tilvalin til að þjálfa nemendur í endursögn. Stuttir kaflarnir og samtalsformið kalla á að nemendur segi frá með eigin orðum og íhugi hvernig þeir skipuleggja frásögnina. • Æskilegt er að nota samtalsformið sem fyrirmynd og hvetja nemendur til að semja eigin leikrit. Hvetja skal nemendur til að breyta samtölunum í samfellda, skriflega frásögn. Taka má fyrir einn eða tvo kafla í einu eða söguna í heild, eftir því hvað hver og einn ræður við. Hugarkort eða frásagnarrammar geta verið nemendum mikill stuðningur við að skipuleggja ritun. Til kennara og foreldra!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=