Miðaldafólk á ferð

7 Tímatal Þið fáið meiri og meiri tilfinningu fyrir tímanum eftir því sem þið eldist en svo lærið þið líka að telja og mæla tímann í sekúndum, mínútum, dögum, vikum, mánuðum og árum. Þessu getum við fengið tilfinningu fyrir en verra er með heilar aldir því fáir lifa í hundrað ár. Samt hugsum við og lærum um það sem gerðist fyrir mörgum öldum og reynum að fá tilfinningu fyrir því. Til hjálpar teljum við árin og aldirnar. Nú lifum við á 21. öld. Hjá kristnum mönnum er talningin miðuð við fæðingu Jesú Krists og það tímatal hefur breiðst út um heiminn. Samt er til annað tímatal, til dæmis hjá þeim sem trúa á Allah. Þar er byrjað að telja þegar ýmsir aðrir segja að árið sé 622 eftir Krist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=