Miðaldafólk á ferð
Þessi bók heitir Miðaldafólk á ferð . Nafnið er kannski ekki svo dularfullt en samt þarf að útskýra tvennt, bæði miðaldir og hvað það þýddi að vera á ferð á þessum tíma. Tíminn er skrýtin skepna. Þegar þið voruð lítil og voruð að reyna að átta ykkur á tímanum sögðuð þið kannski í gær um allt sem var liðið.„Manstu þegar við fórum í flugvél í gær?” sögðuð þið þó að heilt ár væri síðan það gerðist. Svo varð málið flóknara og þið heyrðuð til dæmis að hægt var að segja í gamla daga um það sem var löngu liðið. Ekki er það nú samt mjög nákvæmt. Fólk á ferð á miðöldum 6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=