Miðaldafólk á ferð
60 Don Kíkóti Nú stökkvum við fram í tímann um þrjú hundr- uð ár, frá árinu 1300 til 1600. Þá var miðöldum lokið í venjulegum skilningi. Miðaldir – það var tími riddara og kastala. Nú var sá tími liðinn en á Spáni var samt maður sem hélt að riddararnir hefðu enn þá hlutverk. Hann hafði nefnilega lesið svo mikið af riddarasögum. Þar var sagt frá miklum hetjum sem börðust við dreka og illmenni, björguðu fögrum frúm og hjálpuðu þeim sem minna máttu sín. Þessi maður hét don Kíkóti og höfundurinn, sem skrifaði um hann, hét Miguel de Cervantes. Hann segir um lestrarlöngun söguhetjunnar: Í stuttu máli þá sökkti hann sér svo djúpt niður í lestur að hann las á nóttunni frá mið- nætti til morguns, en á daginn frá morgni til kvölds með þeim afleiðingum að heilinn í honum skorpnaði af of miklum lestri en litlum svefni, svo hann missti vitið. (Úr þýðingu Guðbergs Bergssonar, fyrra bindi, bls. 36.) Einn daginn hafði don Kíkóti lesið nóg og hann lagði af stað út í heim til að vinna góðum mál- stað lið. Hann sagðist vera hinn hugrakki riddari don Kíkóti frá Mancha og sagði að hann væri í herferð til að bæta óhæfu ogmein. Hann útveg- aði sér aðstoðarmann sem hann kallaði skjald- svein þó að hann væri bara venjulegur bóndi og héti Sansjó Pansa. Hann reið á asna en húsbónd- inn á gamalli bikkju sem hann kenndi við rósir og kallaði Rósinant. Hann vissi að göfugir ridd- arar berjast ávallt í nafni göfugrar frúar sem þeir elska og því valdi hann sér frú að nafni Dúlsínea frá Toboso. Hún var að vísu sveitastelpa og hét allt annað og vissi víst ekki að don Kíkóti væri ástfanginn af henni. En don Kíkóti fór og barðist fyrir sína göfugu frú Dúlsíneu. Frægasti bardagi don Kíkóta með Sansjó sér við hlið var við þrjátíu risa með ógnarlanga hand- leggi. Kíkóti þeysti af stað og lagði lensu sinni á einn handlegginn en handleggurinn malaði lensuna og skellti hestinum og riddaranum. Þetta var reyndar ekki handleggur á risa heldur spaði á vindmyllu sem don Kíkóti hafði ráðist á. Hann var hins vegar sannfærður um að vind- myllurnar væru í rauninni risar. Fleiri ævintýri og hetjudáðir riddarans hug- prúða verða ekki rakin hér. En hann gafst aldrei upp og var alltaf með spakmæli á vör, var alltaf að kenna og leiðbeina um smátt og stórt, til dæmis þetta: – Gættu þess, Sansjó, að tyggja ekki með munninn opinn eða leysa munngolu framan í nokkurn mann. – Þetta um munngoluna skil ég ekki, sagði Sansjó. Og don Kíkóti svaraði: – Munngola, Sansjó, er það sama og ropi, eitt það dónalegasta orð sem til er í kastílískri tungu þótt áhrifaríkt sé; og þess vegna hefur menntað fólk sett saman orðið munngola í staðinn fyrir ropa og það að leysa munngolu í staðinn fyrir að ropa. (Seinna bindi, bls. 298.)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=