Miðaldafólk á ferð
59 Eftir hrylling vítis komust þeir félagar, Dante og Virgill, áfram á næsta stig sem heitir hreinsunareldurinn. Þar gátu þau sem ekki voru mjög syndug hreinsast af syndum sínum og komist í fyrirheitna landið – himnaríki. Þangað gat Virgill ekki fylgt Dante af því að hann var heiðinn maður. Því fékk Dante nýjan leiðsögumann – eða réttara sagt konu sem hét Beatrice og var gamla kærastan hans Dante. Með henni fór hann um himnaríki sem hann lýsti ekki mörgum orðum enda sagði hann að himnaríki væri ólýsanlegt. En hann talaði því meira við Beatrice og sagði frá lífi sínu. Þetta er skrýtin saga en samt er hún lesin um allan heim. Kannski fannst fólki hún ekki eins skrýtin áður fyrr. Flestir trúðu að helvíti og himnaríki væru til og hreinsunareldurinn líka og til voru ýmsar hug- myndir um útlitið á þessum stöðum. Dante setti líka þekktar per- sónur inn í lýsingar sínar, meira að segja einn páfann sem honum var illa við og sagði að hann kæmist ekki í himnaríki. Svo blandaði hann goðum, gyðjum og hetjum frá Forn-Grikklandi og Rómaveldi saman. Þó að hann segði ekki satt í allri sögunni fannst mörgum hann segja satt um svo margt. Hann lýsti líka tilfinningum eins og ótta og ánægju, sorg og gleði, sem allir þekkja. Þannig er skáld- skapurinn. hrönn: alda mökkvi: mökkur, dimma firn: undur, ósköp gnístran tanna: að bíta saman tönnum Langt niðri í svelgnum drundi fljótið dökkva á djúpsins grunni, orgi trylltra hranna. Ég skyggndist niður, inn í móðu og mökkva. En angist sleginn, ógnir þær að kanna, ég undan leit, – hver firn að sjá og heyra: Helvítiseldur, grátur, gnístran tanna … (Þýðing: Guðmundur Böðvarsson) Svona lýsti Dante því sem hann sá í dýpsta víti
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=