Miðaldafólk á ferð

58 Í Gleðileiknum segir Dante frá undarlegu ferðalagi. Hann villtist í skógi og villidýr lokuðu leiðum út úr honum. Þá kom til hans skáld- bróðir hans sem var uppi meira en 1300 árum fyrr og hét Virgill. Hann fór með honum til „ógna- og undrageima” helvítis, niður um mikinn svelg eða gap sem hafði myndast þegar engill féll af himn- um ofan vegna synda sinna. Þar sáu þeir kvalir og pínu þeirra sem var kastað þangað niður og einnig sáu þeir fjandann sjálfan. Hann hafði þrjú andlit sem horfðu sitt í hverja áttina og voru blóðstokkin og hræðileg. Hann bruddi milli tannanna mestu svikara mannkyns- sögunnar (að mati Dantes), Júdas sem sveik Krist og Kassíus og Brútus sem myrtu rómverska foringjann Sesar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=