Miðaldafólk á ferð

Hin guðdómlegi gleðileikur Flórens heitir fögur borg á Ítalíu sem var rík og voldug um árið 1300. Fleiri borgir á Ítalíuskaganum voru auðugar og fagrar og Róm var þeirra frægust því hún var miðstöð kristninnar og þar ríkti páfinn. Það var ekki alltaf friður og ró í þessum ríku borg- um því borgirnar bitust um verslunarsvæði og ættir tókust á um áhrif og völd. Auk þess skipti páfinn sér af málunum og líka keisarinn í þýska ríkinu sem teygði anga sína suður á Ítalíu. Í Flórens varð borgarastríð sem lauk með því að sigurvegar- arnir ráku fjölda manns burt úr borginni. Einn af útlögunum hét Dante. Hann hafði verið háttsettur maður en hann var líka skáld. Flest var tekið af honum en skáldagáfuna var ekki hægt að taka. Í útlegð og sorg orti hann mikið kvæði sem kallað er Guðdómlegi gleðileikurinn og það er nú þekkt um allan heim. 57

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=