Miðaldafólk á ferð

56 Á skáldaferð um miðaldir Er hægt að taka mark á atburðum sem ekki gerðust og ferðum sem ekki voru farnar? Það hljómar undarlega en samt erum við alltaf að gera það. Við horfum á bíómyndir og trúum stundum því sem við sjáum þó að við vitum að það er alger tilbúningur og plat. Í köflunum hérna á undan var reynt að segja satt frá því sem gerðist en í þessum kafla verða sagðar tvær sögur frá mið- öldum sem eru tómur uppspuni. Samt hefur fólk tekið mikið mark á þessum sögum og hefur talað um þær eins og þær séu raunveruleiki. Fyrri sagan gerist á Ítalíu um árið 1300. Eða réttara sagt: Hún er skrifuð á Ítalíu en gerist í helvíti og himnaríki. Seinni sagan er samin á Spáni nærri því 300 árum seinna. Hún segir frá manni sem vildi vera riddari og barðist við vindmyllur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=