Miðaldafólk á ferð

54 Var Kólumbus gráðugur landvinningamaður? Á miðöldum voru mörg ríki á Spáni og fólk af þrennum trúarbrögðum lifði í sæmilegri sátt, kristnir menn, gyðing- ar og múslimar (sem kallaðir voru márar). Árið 1492 var þessi sátt á enda þegar kristnu ríkin sameinuðust, síðasta máraríkið var sigrað. Múslimar og gyðingar voru reknir úr landi. Í gleði sinni og græðgi ákvað konungsvaldið að styrkja ævintýramann til að leita að nýrri siglingaleið til Asíu. Hann hét Kristófer Kólumbus. Það sem hann hugs- aði mest um var að tryggja sér yfirráð yfir löndum og auð- æfum sem hann fyndi á ferðum sínum. Hann sagðist að vísu ætla að breiða út kristna trú en það var hreint yfirskin og látalæti. Kólumbus var ekki meiri snillingur en svo að hann hélt alltaf að hann væri kominn til Asíu en gerði sér ekki grein fyrir að hann var kominn til heimsálfu sem Evrópumenn vissu ekki að væri til, Ameríku. En það var aukaatriði. Það versta var meðferðin á innfæddu fólki. Kólumbus og menn hans lítillækkuðu þetta fólk, létu það þræla í námum og á ökrum og drápu það í stórum stíl af minnsta tilefni. Sem dæmi má nefna að á eyjunni Española, sem Kólumbus stjórnaði sjálfur, höfðu 50 þúsund manns týnt lífi nokkrum mánuðum eftir að hann kom þangað. Um alla álfuna féllu líka milljónir manna vegna sjúkdóma sem Evrópumennirnir báru með sér. Hvar sem Kólumbus og menn hans fóru fylgdi dauði, eyðilegging, rán og svik. Glæsileg menningarríki voru lögð í rúst og heilum þjóðum var útrýmt. Á okkar tímum er slíkt kallað þjóðarmorð. Það væri nær að biðjast afsökunar á framferði Kristófers Kólumbusar en að hampa honum sem hetju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=