Miðaldafólk á ferð

stuðning. Þetta var árið 1492. Hann vissi að hjónin voru glöð í bragði af því að þau höfðu sameinað allan Spán í eitt konungsríki, síðast með því að giftast og sameina þannig tvö ríki sem þau höfðu stjórnað hvort um sig. Hinn hugrakki sæfari fékk stuðninginn og sigldi af stað. Hann sigldi lengi vel og loksins sá hann land. Nú hélt hann að hann væri kominn til Indíalanda og þess vegna kallaði hann fólkið sem hann hitti í þessum löndum Indíána. Hann vissi bara ekki að hann hafði gert mikla uppgötvun. Hann hafði fundið nýja heimsálfu sem við nú köllum Ameríku. Indíánarnir urðu hissa að sjá hestana og byssur sem hvítu mennirnir komu með. Ekki liðu mörg ár þar til hvítu Evrópumennirnir voru farnir að stjórna allri Suður- og Mið-Ameríku og innleiða alls konar nýjungar og framfarir frá heimalandinu. Þeir breiddu kristni út í stað grimmi- legra trúarbragða heiðingjanna. Kólumbus hafði unnið mikil afrek. Hann hafði þorað að stefna út í óvissuna og hann fann heila nýja heimsálfu sem opnaði ný tækifæri fyrir Evrópumenn. Hann stækk- aði heiminn. 53

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=