Miðaldafólk á ferð

51 Stærstu byggingarnar og borgirnar eru ekki niðri á láglendinu eins og á Íslandi heldur hátt uppi í fjöllum. Og það sem meira er – þarna hátt uppi í fjöllunum voru húsin gerð úr stóreflis steinum sem sumir voru nokkur tonn á þyngd. Steinarnir í mikilvægum byggingum voru svo vel höggnir til að þeir féllu nákvæmlega saman án þess að vera límdir eða steyptir með neinu efni. Ríkið fellur Hlauparinn okkar var á ferð í Inkaríkinu stuttu eftir aldamótin 1500. Þá átti ríkið ekki mörg ár eftir. Í kjölfar Kristófers Kólumbusar land- könnuðar komu spænskir hermenn og landvinningamenn og lögðu undir sig alla Mið- og Suður-Ameríku. Þeir voru með gull- glampa í augunum því víða í þessum löndum var nóg af gulli og silfri. Heilu húsin í Inkaríkinu voru klædd með gulli. Á örfáum árum hrundi Inkaríkið glæsta og volduga í hendurnar á nokkur hundruð Evrópumönnum sem birtust þar árið 1532 undir forystu Spánverj- ans Francisco Pizarro. Hvernig gat þetta gerst? Pizarro kom á„heppilegu” augnabliki því að í Inkaríkinu börðust íbú- ar landsins um völdin og voru því ekki sameinaðir gegn innrásar- liðinu. Spánverjar fangelsuðu Inkakeisarann, sem hét Atahualpa, og kröfðust lausnargjalds fyrir hann. Stórt herbergi var fyllt af gulli og silfri til að fá hann úr haldi en Pizarro sveik samningana og lét drepa Atahualpa. Þegar enginn var lengur til að skipa fyrir og halda ríkinu saman bilaði flókið skipulagið og allt fór í upplausn. Spánverjarnir voru með hesta, byssur og beitt vopn en ekkert af þessu var til í Inkaríkinu. Þetta var vonlaus barátta. Þó að Inkaríkið liði undir lok barst frægð þess um heiminn. Sögur voru sagðar af því og margir komu í heimsókn að skoða ummerki þess. Árið 1911 fannst heil borg ósnert uppi í fjöllunum sem hafði verið byggð á síðustu árum ríkisins. Hún hét Machu Picchu (Forni- tindur) og var kölluð„borgin týnda”. Hún stendur enn eins og marg- ar byggingar í þessu merkilega ríki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=