Miðaldafólk á ferð
50 Þetta gekk ekki og þess vegna þurfti öruggt kerfi til að koma skila- boðunum áfram milli manna án þess að þau rugluðust. Þarna var afskaplega sérstök aðferð notuð. Hún byggðist á marglitum snæris- spottum sem voru bundir við reipi og mismunandi hnútum sem voru hnýttir á snærið. Þetta var kallað kípú (quipu) og mætti heita hnútaletur á íslensku. Það eru enn þá til um 600 reipi af þessu tagi en samt hefur ekki alveg tekist að„lesa” úr þeim. Kannski var hægt að búa til meiri skila- boð en bara með tölum en það vitum við ekki. Hlauparinn okkar tilheyrði sérstakri stétt sem fékkst bara við þetta. Þeir voru sérstaklega þjálfaðir í að hlaupa. Af hverju er hlauparinn að blása í kuðung? Hann er að tilkynna eitthvað með hljóði sem getur borist langar leiðir í þröngum dalnum. Kannski er hann að skipa öðrum hlaupurum að vera tilbúnir. Hann hleypur á fjallveginum sem liggur eftir endilöngu ríkinu en svo er önnur leið við ströndina. Flestir landsmenn unnu við búskap í sveitum. Landið var mjög fjöllótt og þeir kunnu að rækta í bröttum brekkum með því að gera stalla og búa til mjóa skurði til að veita vatni á akrana. Ef uppskeran brást, til dæmis út af jarðskjálfta eða óveðri, þá fékk fólkið hjálp úr birgðastöðvum ríkisins sem voru um allt land. Allt var svo vel skipu- lagt. Lítill hópur tilheyrði yfirstéttinni sem réð mestu. Börnin þeirra voru send í skóla og þar lærðu þau sameiginlega tungumálið í ríkinu þó að mörg önnur mál væru töluð í landinu. Þau trúðu líka á sólguðinn og þeim var sagt að konungurinn í landinu, Inka sjálfur, væri sonur sólarinnar. Flest börn fóru ekki í skóla en lærðu af þeim fullorðnu heima hjá sér. Strákar á aldrinum 9–12 ára lærðu að veiða litla fugla, gæta lama- dýranna í sveitinni, bera eldivið og að spinna og vefa. Stelpur á sama aldri týndu villtar jurtir til að lita föt og kryddjurtir sem voru þurrk- aðar. Stelpurnar voru oftast stuttklipptar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=