Miðaldafólk á ferð
49 Skipulagið Hvernig átti nú hlauparinn að komast 2000 kílómetra frá jarðskjálfta- svæðinu til höfuðborgarinnar Kúskó? Það gat hann auðvitað ekki og þess vegna var skilaboðunum komið áfram í boðhlaupi. Hver hlaupari hljóp bara einn kílómetra og þá kom hann að næsta hlaup- ara sem hafði aðsetur í litlum kofa og hann tók við. Hann tók líka við skilaboðunum um hjálpina sem þurfti. Var ekki hætta á því að hann ruglaði þeim og segði næsta manni að það vant- aði 14 sekki af kartöflum og 275 byggingafræðinga? Og hvernig litu skilaboðin út þegar hundrað manns voru búnir að segja þessi orð hundrað sinnum hver við annan? Yrði þetta ekki tómt rugl?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=