Miðaldafólk á ferð

Hver er þessi maður sem hleypur svona ákveðnum skrefum á stein- lögðum veginum? Það er eins og hann eigi sérstakt erindi. Nú stoppar hann og tekur upp stóran kuðung og blæs í hann. Það eru 500 ár síðan þessi hlaupari átti þarna leið. Það var í Inka- ríkinu í Suður-Ameríku, nálægt ströndinni við Kyrrahafið en þar var vegur og slóð sem var hvorki meira né minna en 4000 kílómetrar, eins og þrisvar sinnum hringvegurinn um Ísland! Kannski var hlauparinn að flytja boð til stjórnarinnar í höfuðstaðnum um að jarðskjálfti hefði orðið sunnarlega í ríkinu og að það vantaði 275 sekki af kartöflum handa svöngu fólki og 14 byggingafræðinga til að stjórna lagfæringum á byggingum og áveitukerfinu. Hlauparinn í Inkaríkinu 48

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=