Miðaldafólk á ferð
3 Miðaldafólk er fólk sem lifði á miðöldum. Skrýtið orð, miðaldir. Eru það aldir sem eru í miðið eða í miðjunni á einhverju? Hvað er þá á undan og eftir? Á undan er fornöldin og á eftir kemur nýöld, segja menn. Svo bæta sumir við að fornöldin hafi verið glæsileg, með egypskum píramídum, grískum spekingum og rómverskum hringleikahúsum, og að á nýöldinni hafi tæknin farið af stað, með vísindum, vélum og framförum. En þar á milli? Miðaldirnar! Voru þá allir sofandi eftir glæsileika fornaldar og biðu eftir að vakna í framförum á nýöld? Eins og Þyrnirós sem svaf í heila öld? Ó, nei. Það var ýmislegt að gerast og auðveldast er að benda á miðaldadómkirkjur í Evrópu og Snorra-Eddu á Íslandi. Ekki var það sofandi fólk sem bjó þetta til. Þetta miðaldafólk sat nefnilega ekki kyrrt heldur var talsvert á ferð Í þessari bók er sagt frá þeim sem voru sérstaklega mikið á ferð í pílagrímsferðum, landkönnun, heimshornaflakki eða verslunarleiðöngrum. Í bókinni stönsum við ekki lengi á Íslandi en vindum okkur til Grænlands og Ameríku, þeysum yfir Evrópu og siglum á Miðjarðarhafi og Svartahafi, þrömmum til Jerúsalem, brjótumst yfir Sahara og hlaupum með fram Kyrrahafinu, heimsækjum Damaskus, Bagdad, Maldíveyjar og Kína. Gætið að því ferðin er ekki hættulaus.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=