Miðaldafólk á ferð

47 Þegar við nefnum lönd eins og Ítalíu, Frakk- land, Þýskaland eða Spán þykjumst við vita hvað er átt við. Frakkland er eitt land, Þýska- land er eitt land og svo framvegis. Það er ein ríkisstjórn í hverju landi og flestir tala sama tungumálið í hverju landi. Svona var þetta ekki á miðöldum. Löndin voru miklu fleiri en nú og ríkisstjórnirnar (oftast kóngar) réðu ekki svo miklu. Til að skilja svolítið betur hvað Jóhanna af Örk var að gera getum við sagt að kóngur- inn í Frakklandi og kóngurinn í Englandi hafi verið að reyna að stækka yfirráðasvæði sín. Vegna þessa urðu oft stríð og Jóhanna lifði á einu slíku stríðstímabili. Það var mjög langt tímabil og er í sögubókum kallað hundrað ára stríðið. Englandskonungur réð á stórum svæðum á Niðurlöndum (þar sem Belgía, Lúxemborg og Holland eru núna), í norðurhluta Frakklands og líka við vesturströndina. Hvað voru Eng- lendingar að vilja yfir Ermarsund, gátu þeir ekki haldið sig á eyjunni sinni? Við skulum átta okkur á því að hafið og stór fljót lokuðu ekki löndin af. Þau voru flutningaleiðir. Áður en járnbrautir, bílvegir og flugvélar komu til sögunnar var vatnið besta flutningaleiðin, sérstaklega fyrir þungar og miklar vörur. Þess vegna voru miklar siglingar, verslun og önnur samskipti milli Englands og strandsvæðanna á meginlandi Evrópu. Og ekki bara á megin- landinu því Englendingar sigldu mikið til Íslands á sama tíma og þeir börðust við Jóhönnu af Örk. 15. öldin hefur meira að segja verið kölluð enska öldin á Íslandi vegna þess að Englendingar fiskuðu, versluðu og skiptu sér af landsmálum hér á þessum tíma. Kóngarnir og aðalsmennirnir í ýmsum lönd- um reyndu að auka áhrif sín með því að gift- ast til valda. Þegar kóngssonur í einu landi gekk að eiga prinsessu úr öðru landi gátu þau erft bæði ríkin. En vopnin voru líka látin tala. Kóngarnir og furstarnir börðust um landsvæði og þegar Jóhanna af Örk kom fram var Englandskon- ungur kominn til valda á stórum svæðum í norðurhluta Frakklands. Til að sækja áfram í suðurhlutann þurfti að taka borgina Orléans og þess vegna sat enski herinn um borgina. Stríðin voru ekki bara keppni um landsvæði heldur líka tekjulind fyrir kónga, aðalsmenn og herforingja. Þeir tóku óvini til fanga og voru svo tilbúnir að láta þá lausa fyrir lausnar- gjald. Því háttsettari sem fangarnir voru því hærra var lausnargjaldið. Sveitaþorpið sem Jóhanna af Örk ólst upp í var á yfirráðasvæði Englendinga og fylgis- manna þeirra. Hún þekkti ógnir stríðsins af eigin raun. Á tímum Jóhönnu af Örk

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=