Miðaldafólk á ferð

46 Dómararnir áttu erfitt með að finna sök hjá meyjunni frá Orléans. Að lokum var bara ein ákæra eftir og það var að hún hafði klæðst karl- mannsfötum. Okkur finnst skrýtið að það skuli teljast alvarlegur glæpur en á þessum tíma var bannað að konur klæddust karlmannsfötum og karlar færu í kvenmannsföt. Guð hafði skapað karl og konu, sögðu þeir lærðu, og mennirnir eiga ekki að rugla neitt með það. Vitað er að Jóhanna var oftast í karlmanns- fötum. Hún var í brynju og sat á hesti með ein- tóma hermenn – karlmenn – í kringum sig. Allt var miðað við karla. Samt vissu allir að hún var kona og hún vildi láta kalla sig „meyjuna”. En hún lagaði sig að karlaheiminum með því að klæða sig oftast eins og þeir. Í viðbót var það öryggisatriði að vera í karlmannsfötum því þau voru reyrð og reimuð svo að erfitt var fyrir of- beldismenn að rífa hana úr þeim. Reyndar var leyfilegt fyrir konur að klæða sig í karlmannsföt ef þær voru í hættu en dómararnir vildu ekki hlusta á það. Jóhanna af Örk, mærin frá Orléans, var dæmd til dauða því að óvinirnir voru ákveðnir í að ryðja henni úr vegi og 30. maí 1431 var hún brennd á báli. En Jóhanna gleymdist ekki. Orðstír hennar barst um allt Frakkland og víðar um lönd. Enn í dag er rætt um hana og skrifað, bæði skáldsögur og ritgerðir, ráðstefnur haldnar, styttur settar upp og bíómyndir gerðar. Hún var sannarlega merkileg persóna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=