Miðaldafólk á ferð

41 Skelfingartími Flestir eru hins vegar sammála um að árin sem svartidauði gekk um löndin hafi verið skelfilegur tími. Voðalegt var fyrir fólk að horfa á börnin sín eða foreldra sína deyja fyrir framan augun á því. Stundum þorði enginn að koma nálægt veikum manni, jafnvel sínum nánustu, af ótta við að smit- ast. Líkum var fleygt í fjöldagrafir. Myndir af„mann- inum með ljáinn” urðu algengari en áður. Stundum þurrkuðust heilu fjölskyldurnar út. Fjar- skyldir ættingjar eignuðust margar jarðir og önnur verðmæti. Færri voru eftir til að vinna verkin eftir mannfallið og meira þurfti að borga fyrir vinnuna. Vinnukonur og vinnumenn fengu hærra kaup. Það kom líka fyrir að skortur varð á fólki sem kunni eitt- hvað sérstakt, til dæmis að mála myndir eða skrifa bækur, af því að svo margir höfðu dáið í þeim litla hópi. Þetta gerðist á Íslandi því þar var skrifaðmiklu minna af annálum eftir pláguna miklu en áður var gert. Kannski voru færri eftir sem kunnu þetta og flestir höfðu nóg annað að gera af því að það vantaði fólk til flestra verka. Smám saman fjölgaði fólkinu aftur og fólksfjöldinn varð álíka mikill og áður en plágan mikla gekk yfir heiminn. Nú á dögum þykjumst við vera örugg og erum til dæmis ekki hrædd við mislinga, berkla eða inflú- ensu sem urðu mörgum að fjörtjóni á fyrri tímum. Enn þá deyja samt margir í fátækum löndum af þessum og öðrum sjúkdómum og nýir sýklar og farsóttir hafa blossað upp, svo sem alnæmi. Í flestum löndum er viðbúnaður við skæðri farsótt sem gæti brotist út, kannski inflúensu af nýrri gerð sem erfitt yrði að ráða við. Helsta ráðið, sem gripið er til þegar hættulegar farsóttir geisa, er sóttkví, einangrun og sem minnst samskipti. Þetta getur verið erfitt á okkar tímum þegar samskipti eru mikil og fólk er á ferð og flugi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=