Miðaldafólk á ferð

40 Margar spurningar Hvers konar sjúkdómur var þetta sem stráfelldi fólk á stórum svæðum í heiminum? Hvernig smitaðist hann? Voru þetta ekki skelfilegir tímar? Hvernig var lífið fyrir þá sem eftir lifðu? Hvaða afleiðingar hafði svartidauði? Það er von að svartidauði veki margar spurn- ingar. Þetta er mesta fár sem hefur gengið yfir heiminn og enginn vill að annað eins gerist aftur. Þess vegna hefur verið leitað að öllum fornum frásögnum, lýsingum og skráningum, myndir verið skoðaðar, gömul bein grafin upp og mæld og allt reiknað út og reynt að beita bæði nákvæmni og ímyndunarafli til að finna út hvað gerðist. En samt eru ekki allir sammála. Getur til dæmis verið að svartidauði hafi verið af sömu tegund og farsótt sem gekk í Kína og á Indlandi fyrir rúmlega hundrað árum? Þá var tæknin orðin svo mikil að hægt var að finna út hvernig hún smitaðist. Það gerðist með rottum og flóm. Rotturnar veiktust af sýklunum, flærnar sugu blóð úr rottunum en stífluðust af eitrinu og stukku á menn til að ná sér í meira blóð. Þá veiktist fólkið og fékk á sig stórar bólur sem voru kölluð kýli og veikin stundum kölluð kýlapest. Meirihlutinn dó innan fárra daga. Mörgum finnst alveg ljóst að svartidauði hafi verið plága sem rottur og flær báru um heim- inn. Aðrir neita því og segja að rottur hafi ekki verið til alls staðar, til dæmis ekki á Íslandi, og svartidauði hafi líka hegðað sér öðruvísi en kýla- pestin. Þegar svartidauði gekk yfir leitaði fólk líka skýr- inga á ósköpunum sem yfir dundu. Margir sem reyndu að finna tilgang með hörmungunum komust að þeirri niðurstöðu að þetta væri áminning og refsing fyrir syndugt líferni. Ýmsir lærðir menn veltu fyrir sér hvort staða stjarn- anna á himninum hefði haft þau áhrif að loftið yrði eitrað og fólkið sjúkt. Þetta voru góðar til- raunir til að skilja orsakir plágunnar. Verra var þegar menn fóru að kenna ákveðnum hópum fólks um drepsóttina. Verstu ásakanirnar fengu gyðingar og gengu sögur um að þeir hefðu stráð eiturdufti í brunna og ár. Víða um megin- land Evrópu fylltust menn æði og réðust á gyð- inga og brenndu þá á báli. Páfinn og ýmsir ráða- menn reyndu að stöðva hryllinginn en tókst það sjaldan. Þetta voru verstu gyðingaofsóknir í Evrópu allt þar til nasistar náðu völdum í Þýska- landi árið 1933.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=