Miðaldafólk á ferð
Svartidauði fór eins og eldur í sinu um Egyptaland og allt Miðjarðarhaf, fylgdi skip- unum upp árnar og yfir vötnin í Evrópu, slóst í för með kaupmönnum og ferðalöngum, kirkjugestum og pílagrímum, furstum og flækingum. Veikin réðst jafnt á unga og gamla, fátæka og ríka, karla og konur. Árin 1347–1352 dó líklega þriðjungur eða jafnvel helmingur íbúanna í Evrópu úr svartadauða. Eftir það hvarf hann að mestu en kom svo aftur með nokkurra ára millibili næstu þrjú eða fjögur hundruð ár en var þá oftast miklu vægari. Til Íslands kom svartidauði árið 1402 og gekk í tvö ár. Þau ár voru kölluð manndauðaár og manndauðavetur í annálum en sjúkdómur- inn var nefndur bráðasótt og plágan mikla. Hann kom svo aftur tæplega hundrað árum seinna. Enginn dó úr svartadauða í Ameríku eða Ástralíu um miðja 14. öld. Á þeim tíma var ekkert samband milli þessara heimsálfa. Sýklarnir komust ekki yfir höfin stóru. 39
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=