Miðaldafólk á ferð

38 Versta farsótt sem vitað er um fór um heiminn fyrir meira en 650 árum. Hún er oftast kölluð svartidauði, kannski af því að það er drungalegur hljómur í orðunum en skýringin á heitinu er sú að svartir flekkir komu stundum á húðina á fólkinu sem veiktist. Svartidauði byrjaði sennilega einhvers staðar í Asíu, fór svo eftir silki- leiðinni til Evrópu og Afríku. Árið 1345 var þessi mikla farsótt komin til landanna við Svartahaf. Þar var borg við ströndina sem ítalskir kaupmenn stjórnuðu. Margir Ítalir flýðu á skipum yfir Svartahaf og reyndu að komast yfir á Miðjarðarhafið. Á sumum skipunum dóu all- ir og um höfin flutu draugaskip. Arabískur rithöfundur sagði frá skipi sem kom til stórborgarinnar Alexandríu í Egyptalandi. Það hafði lagt af stað með 32 kaupmenn innanborðs ásamt 300 sjómönnum og þrælum sem átti að selja í Alexandríu. Þegar þangað kom voru fjórir kaupmenn á lífi á skipinu, um 40 sjómenn og einn þræll. Sýklar og svartidauði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=